Tjónmat frítt

Þú kemur með bílinn til okkar og við metum hvað kostar að lagfæra hann og gera eins og nýjan. Tjónmatið er mjög mikilvægur liður í viðgerðum á bílum sem lent hafa í tjóni, þar kemur fram hve mikið tjónið er og hvað það kostar að lagfæra það. Við sendum matið á tryggingarfélög þegar svo ber undir, tryggingarfélagið yfirfer og veitir heimild til viðgerðar. Ef þú kemst ekki á staðinn þá getur þú sent okkur mynd á tjonamat@rverk.is og við gerum okkar besta í að áætla tjónakostnaðinn út frá þeim myndum.

Það skiptir ekki máli hvort tjónið er minniháttar eða stórt, við getum gefið þér gott verð og lagfærum bílinn þinn svo þú verður stolltur af útkomunni.

Athugið að tjónmatið er viðskiptavininum algjörlega að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

FAGMENNSKA ER OKKAR FAG OG VIÐ KUNNUM AÐ DEKRA VIÐ ÞÍNA BIFREIÐ AF FAGMENNSKU.