Þjónustuferlið

  • Við tjónaskoðum bílinn þinn þegar þú kemur með bílinn í tjónaskoðun og við bókum saman tíma í viðgerð sem hentar þér.
    (við getum einnig gert tjónaskoðun í gegnum netið, þú sendir bara góðar myndir af tjóninu til okkar).
  • Kerfið sem við notum við tjónamat er CABAS sem er vottað af tryggingarfélögum
  • Við sendum tjónamat á tryggingarfélagið og pöntum varahluti.
  • Þú kemur með bílinn í viðgerð og færð bílaleigubíl hjá okkur (frítt ef um tryggingartjón er að ræða)!
  • Við áætlum viðgerðartímann og hringjum um leið og bíllinn er orðinn eins og nýr aftur!
  • Við skilum svo bílnum í toppstandi, hreinum og fínum.