Bílrúðuísetningar

Bílrúðuísetningar hjá okkur eru unnar af fagmenntuðum bílasmiðum, bílrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og því þarf að vanda til verks.

Við höfum aðgang að rúðum frá stærsta Original bílrúðuframleiðenda í heiminum og leitumst við að nota eingöngu þær rúður, notum límkítti frá SIKA og aðra íhluti frá viðurkenndum aðilum af bílaframleiðendum.

Við veitum þriggja ára ábyrgð á bílrúðuskiptum nýrri bíla en tveggja ára á gagnvart eldri bílum.