• Þjónustan

    Réttingaverkstæði Þórains er vottað 5 stjörnu verkstæði sem sérhæfir sig í tjónaviðgerðum á öllum tegundum bíla fyrir tryggingarfélög sem og þau tjón sem eigendur þurfa að bera sjálfir.

Við vinnum eftir CABAS tjónamatskerfi sem er beintengt gagnagrunni tryggingafélaga og tjónaskoðum fyrir öll tryggingarfélög.

Þegar bifreiðin þín kemur til okkar í viðgerð, þá bíður þín bílaleigubíll sem þú hefur til afnota þér að kostnaðarlausu á meðan viðgerð stendur, almennt tekur viðgerð 3-5 virka daga, nema þegar um stærri tjón er að ræða.

© Copyright - Réttingarverkstæði þórarins