Bílaréttingar

Bílaréttingar er okkar fag, við búum yfir 50 ára reynslu og þekkingu í réttingum á bílum. Við vinnum eftir stöðlum framleiðanda og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað.

Starfsfólkið hjá okkur er allt fagmenntað á sínu sviði, við höfum meðal annars, meistara í bifreiðasmíði, bifreiðasmiði, bílamálara og bifvélavirkja með sveinspróf. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái alla þá endurmenntun sem þörf er á.

Við höfum reynslu af stærri tjónum sem minni tjónum og leggjum áherslu á að skila góðu verki af ábygð og fagmennsku.

Við reynum eftir fremsta megni að veita hraða en jafnframt góða þjónustu til okkar viðskiptavina, þar sem viðskiptavinurinn er alltaf í fyrsta sæti.

Að sjálfsögðu útvegum við viðskiptavininum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur svo þitt rask sé eins lítið og hægt er.