Tjónamat

Þú kemur með bílinn til okkar og við metum hvað kostar að lagfæra hann og gera eins og nýjan Við sendum matið á tryggingarfélög þegar svo ber undir. Ef þú kemst ekki á staðinn þá getur þú sent okkur mynd á tjonamat@rverk.is og við gerum okkar besta í að áætla tjónakostnaðinn

Bílaréttingar

Bílaréttingar er okkar fag, við búum yfir 50 ára reynslu og þekkingu í réttingum á bílum. Við vinnum eftir stöðlum framleiðanda og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað.

Bílamálun

Bílasprautun er vandasamt verk og við leggjum okkur fram um að finna rétta litinn á þinn bíl, vinna af fagmennsku svo ending á lakki sem sem best. Að sjálfsögðu færðu bílinn hreinan og fínan að viðgerð lokinni.

Bílrúðuísetningar

Bílrúðuísetningar hjá okkur eru unnar af fagmenntuðum bílasmiðum, bílrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og því þarf að vanda til verks.

Sagan

Um okkur

Réttingaverkstæði Þórarins er með yfir 50 ára sögu, var stofnað 1966 af Þórarni Jakobssyni sem enn er eigandi félagsins. Fyrirtækið er nú til húsa að Smiðjuvegi 14 (Græn gata), Kópavogi.

© Copyright - Réttingarverkstæði þórarins